Snjórinn skítugur vegna ösku- og moldroks

„Þetta er ösku- og moldrok. Það hefur verið mikið moldrok á Kirkjubæjarklaustri og þar í kring í heilan sólarhring og þetta er komið þaðan,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is spurður að því hvers vegna snjórinn á höfuðborgarsvæðinu og víðar er eins skítugur og raun ber vitni.

„Það er bara mistur yfir öllu Suðurlandinu frá lausum jarðefnum, þar á meðal ösku, sem hafa borist alla leið hingað og litað snjóinn. Það er skýringin,“ segir hann og bætir við að margir hafi haft samband við Veðurstofuna vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert