Ekkert hrossakjöt í kjötvöru frá IKEA á Íslandi

Kjötbollur frá IKEA.
Kjötbollur frá IKEA.

Í ljósi umræðu undanfarið um hrossakjöt í IKEA-kjötbollum erlendis, lét IKEA á Íslandi DNA-greina unna kjötvöru fyrirtækisins hjá Matís. Tólf sýni voru send til greiningar og reyndist ekkert þeirra innihalda hrossakjöt.

Sýni voru send úr kjötbollum, bæði af veitingastað og frosnum, pylsum, skinku, roast beef, pepperoni, beikoni og kjötsósu.

 „IKEA vill bjóða upp á sem heilsusamlegastan mat á veitingastað sínum og sem lið í þeirri stefnu hefur verið ákveðið að gera breytingar á matseðli veitingastaðarins. Réttum með unninni kjötvöru verður fækkað og í staðinn boðið upp á fjölbreyttari og hollari mat. Reynt verður eftir fremsta megni að láta þessar breytingar ekki  hafa áhrif á verðlagninguna hjá okkur svo allir geti ennþá notið góðrar máltíðar með fjölskyldunni á viðráðanlegu verði,“ segir í tilkynningu frá IKEA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka