Enn veðurofsi í Eyjum

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Í Vestmannaeyjum leika veðuröfl enn lausum hala. Enn bætir í vind, er hann um 30-40 metrar á sekúndu og hefur mest farið í 43 metra í verstu hviðunum.

Herjólfur felldi niður sína þriðju ferð í morgun og óvíst með síðari ferð dagsins uppúr hádegi. Þá liggur allt skólahald niðri annan daginn í röð.

Ekki er hægt að komast á sjó og því öll skip í höfn. Mjólk er óðum að seljast upp og sömuleiðis gengur hratt á aðrar mjólkurvörur.

Ingimar Georgsson, eigandi matvöruverslunarinnar Vöruvals í Vestmannaeyjum segir  bót í máli að ófærðin hafi komið upp í miðri viku en ekki við upphaf hennar, það hafi alltént verið tillitssamt. Enn sé því til forði nauðsynja frá mánu- og þriðjudegi.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert