Tilfinningaþrunginn fundur með ráðherrum

Fundur ungmennanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar fór fram í ráðherrabústaðnum við …
Fundur ungmennanna og ráðherra ríkisstjórnarinnar fór fram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. mbl.is

Ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og skipa sérfræðihóp barna hjá UNICEF ræddu í dag við ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar nýrrar skýrslu um forvarnir og ofbeldi gegn börnum. Krakkarnir sögðu ráðherrunum frá eigin reynslu og hvað þeim þætti mega betur fara.

Vilja forða öðrum börnum frá sömu reynslu

„Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum þær kvalir sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði eitt ungmennanna í ávarpi sínu á fundinum. „Börn voru misnotuð á 20. öldinni og börnum er nauðgað á þeirri tuttugustu og fyrstu. Munurinn er sá að við á 21. öldinni ætlum að gera eitthvað í því,“ sagði annað ungmenn á fundinum.

Fundurinn var lokaður, enda efni hans mjög viðkvæmt og markmiðið, að sögn UNICEF, að gera sérfræðihópi barna kleift að ræða opinskátt við ráðherra. Á fundinum voru forsætisráðherra, innanríkisráðherra, velferðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, auk starfsfólks UNICEF á Íslandi og starfsfólki Barnahúss.

Þolendur ofbeldis sjá skuggahliðar samfélagsins

Sérfræðihóp barnanna var komið á fót við vinnslu skýrslu UNICEF sem kom út í morgun og mbl.is hefur sagt frá. Skýrslan heitir Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir.

„Ástæðan fyrir því að ég sagði strax frá er sú að ég fékk nógu mikla og góða fræðslu um þetta í skólanum og heimsókn í Barnahús. Ég fékk mikla og góða hjálp frá Barnahúsi sem hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði í ávarpi eins ungmennanna í sérfræðihópnum. 

„Margir Íslendingar halda að okkar land sé rosalega friðsælt, sem það er að hluta til og er ég þakklát fyrir það. Við hin sem lendum í ofbeldinu og öllu sem því fylgir sjáum alvarleikann,“ sagði annað.

Börn eiga rétt á að tjá sig 

Hugmyndin um sérfræðihóp barna er byggð á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um réttindi barna til að tjá sig um þau málefni er þau varða og taka skuli mark á skoðunum þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.

„Allt starf UNICEF byggist á Barnasáttmálanum og því leituðu samtökin til Barnaverndarstofu, Barnahúss og barnaverndarnefndar Reykjavíkurborgar vegna barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, heimilisofbeldi eða vanrækslu. Á endanum varð í samvinnu við Barnahús til sérfræðihópur barna sem orðið höfðu fyrir kynferðislegu ofbeldi,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Finnst framtíðin oft vonlaus

Skýrsla UNICEF Réttindi barna á Íslandi: Ofbldi og forvarnir, kom …
Skýrsla UNICEF Réttindi barna á Íslandi: Ofbldi og forvarnir, kom út í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert