Vandræðin og veðrið kom á óvart

Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnarsviðs hjá Landsbjörg, segir að veðurofsinn og þau vandræði sem sköpuðust í umferðinni í gær hafi að vissu leyti komið á óvart. Hann segir jafnframt að hugsanlega hefði mátt brýna fyrir fólki að halda kyrru fyrir í bílum sínum í gær.

Fólk verði jafnframt að huga betur að því hversu vel bílar þeirra séu búnir til að halda út í umferðina á dögum sem þessum. Fáir illa búnir bílar geti valdið fjölda fólks miklum vandræðum líkt og átti sér stað á Vesturlandsvegi í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert