Athuga með flug til Eyja

Flugfélagið Ernir
Flugfélagið Ernir mbl.is

Ekkert hefur verið hægt að fljúga til Vestmannaeyja undanfarna daga en athuga á með flug þangað klukkan 10:15. Herjólfur lagði af stað frá Eyjum klukkan átta í morgun en ekki er vitað hvort hann verður á áætlun til Eyja á ný.

Hávaðarok hefur verið í Vestmannaeyjum undanfarna daga og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum sló rafmagn út í hluta bæjarins í gærkvöldi eftir að vatn komst inn í rafmagnskassa í rokinu.

Ekki er hægt enn hægt að fljúga til Ísafjarðar og hefur Flugfélag Íslands brugðið á það ráð að fljúga til Þingeyrar í dag en ekki hefur verið hægt að lenda á flugvellinum á Ísafirði í nokkra daga.

Veðurspá: Austan 10-23 m/s, hvassast við S-ströndina. Slydda eða rigning S-til, einkum SA-lands, annars dálítil él. Hægari á morgun og léttir heldur til á N- og V-landi, en él á SA-verðu landinu. Hiti víða 0 til 5 stig, en frost 0 til 5 stig NA-lands.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka