Færri á ferli í Vík í Mýrdal

Óveður er þessa stundina í Vík í Mýrdal og undir …
Óveður er þessa stundina í Vík í Mýrdal og undir Eyjafjöllum. mbl.is/Rax

Óveður undir Eyjafjöllum og við Vík í Mýrdal. Veðurstofan varar við stormi við suðurströndina í dag.

Að sögn starfsmanns söluskálans Víkurskála hefur verið minna að gera í morgun en venjulega. Mjög hvasst er í bænum og áberandi færri á ferli. Hann segir þó að það séu vissulega alltaf einhverjir á ferðinni, sama hvernig viðrar og jafnvel megi koma auga á nokkra ferðamenn.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands verður nokkuð hvasst á suðurlandinu í dag eða austan 13-23 m/s, hvassast syðst. Þá verður slydda eða rigning með köflum en úrkomulítið í uppsveitum. Hiti verður 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka