Þórður Snær sagði upp á Fréttablaðinu

mbl.is

Þórður Snær Júlíusson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, hefur sagt upp störfum. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Hann tekur fram að uppsögnin hafi ekkert með Mikael Torfason að gera, en hann var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins við hlið Ólafs Stephensen fyrir nokkrum dögum. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um málið.

Miklar mannabreytingar hafa verið á Fréttablaðinu undanfarna daga.

Mikael Torfason var ráðinn ritstjóri við hlið Ólafs Stephensen fáum dögum eftir að Magnús Halldórsson, viðskiptaritstjóri Vísis og Stöðvar 2, skrifaði pistil á Vísi.is um afskipti Jóns Ásgeirs Jónssonar, eiginmanns Ingibjargar Pálmadóttur, aðaleiganda 365, af störfum ritstjórnar.

Í sömu viku og Mikael var ráðinn sagði Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, upp störfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert