Mjög margir fóru að ráðum lögreglunnar á miðvikudaginn í síðustu viku þegar óveðrið gekk yfir landið og héldu sig heima. Aldrei hafa jafnmargir leigt sér mynd hjá sjónvarpi Símans og þann dag.
Í fréttatilkynningu kemur fram að boðið var upp á 50% afslátt hjá Skjábíó, VOD-inu í Sjónvarpi Símans, og leigan þrefaldaðist frá vikunni áður. Hún hefur aldrei verið meiri; hvort sem horft er til helga eða virkra daga.
Vinsælasta myndin þennan miðvikudag var Hope Springs, sem skartar meðal annars leikurunum Meryl Streep og Tommy Lee Jones. Sjálfur James Bond kom fast á hæla þeirra og Taken 2 með Liam Neeson vermdi þriðja sætið.
Barnamyndirnar heilluðu einnig þennan óveðursdag. Á topp tíu yfir mest leigðu myndir dagsins eru þrjár teiknimyndir.
1 Hope Springs
2 Skyfall
3 Taken 2
4 Love is All You Need
5 Killing Them Softly
6 ParaNorman - ísl. tal
7 Fuglaborgin
8 Arbitrage
9 Brave - ísl. tal
10 Diary of a Wimpy Kid: Dog Days