Opinber rannsókn á FBI-máli kemur til greina

Höfuðstöðvar bandarísku alríkislögreglunnar FBI.
Höfuðstöðvar bandarísku alríkislögreglunnar FBI.

Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra seg­ist sjá ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að fram fari op­in­ber rann­sókn á komu banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar (FBI) til Íslands sum­arið 2011 að því gefnu að rann­sókn­ar­hags­mun­um sé ekki teflt í tví­sýnu að mati rík­is­sak­sókn­ara.

Þetta kem­ur fram í svari Ögmund­ar við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um banda­rísku al­rík­is­lög­regl­una og mál sem sé til rann­sókn­ar hjá rík­is­sak­sókn­ara og rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þor­gerður spyr Ögmund m.a. að því hvort hann, eða eft­ir at­vik­um ut­an­rík­is­ráðherra, hafi komið þeirri kröfu á fram­færi við banda­ríska dóms­málaráðuneytið að FBI hafi þurft nýja form­lega rétt­ar­beiðni í mál­inu sem sé til rann­sókn­ar hjá rík­is­sak­sókn­ara og rík­is­lög­reglu­stjóra.

Fram kem­ur í svari inn­an­rík­is­ráðherra, að rétt­ar­beiðni, sem barst frá banda­rísk­um stjórn­völd­um 30. júní 2011, hafi tekið til til­tek­inna aðgerða í þágu rann­sókn­ar á máli sem tengd­ist meint­um und­ir­bún­ingi tölvu­árás­ar á ís­lenska stjórn­ar­ráðið og á fyr­ir­tæki hér á landi. Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um, sem ráðuneyt­inu barst frá rík­is­sak­sókn­ara um fyr­ir­ætlan­ir FBI í ág­úst 2011, hafi þá um verið að ræða aðgerðir sem voru allt ann­ars eðlis en greind­ar höfðu verið í rétt­ar­beiðninni. Því hafi að mati ráðuneyt­is­ins þurft aðra rétt­ar­beiðni er tók til þeirra til­teknu aðgerða.

Seg­ir að þessu sjón­ar­miði ráðuneyt­is­ins hafi verið komið til rík­is­sak­sókn­ara og rík­is­lög­reglu­stjóra er áttu sam­skipti við full­trúa banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar er hafði þá komið til lands­ins. Þetta hafi ekki verið til­kynnt sér­stak­lega til banda­ríska dóms­málaráðuneyt­is­ins þar sem ekk­ert er­indi frá banda­ríska dóms­málaráðuneyt­inu hafi legið fyr­ir í ráðuneyt­inu annað en al­menn fyr­ir­spurn varðandi heim­ild­ir banda­rískra lög­reglu­yf­ir­valda til að ann­ast yf­ir­heyrslu á ein­stak­ling­um hér á landi. Því er­indi hafi verið svarað inn­an tveggja daga af hálfu ráðuneyt­is­ins.

„Þegar síðar kom í ljós að full­trú­ar FBI voru enn að störf­um hér á landi þann 29. ág­úst 2011 áttu ráðuneyt­is­stjór­ar inn­an­rík­is- og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins fund með full­trúa sendi­ráðs Banda­ríkj­anna þar sem fram­an­greind­ar upp­lýs­ing­ar voru ít­rekaðar,“ seg­ir í svari Ögmund­ar.

Þá seg­ir hann að sam­starf  ís­lenskra lög­reglu­yf­ir­valda við FBI hafi verið stöðvað 25. ág­úst 2011 þar sem fyr­ir­liggj­andi rétt­ar­beiðni hafi ekki náð til þeirra aðgerða sem FBI hugðist þá grípa til. Er­lend lög­reglulið hafi ekki heim­ild til að sinna lög­reglu­störf­um hér á landi án sam­starfs við ís­lensk yf­ir­völd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert