„Ekkert nýtt í sjálfu sér“

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþing­is fjallaði á fundi sín­um í morg­un um komu banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar (FBI) til Íslands sum­arið 2011. Björg­vin G. Sig­urðsson, formaður nefnd­ar­inn­ar, seg­ir at­b­urðarrás­in hafi verið rak­in en ekk­ert nýtt hafi í sjálfu sér komið fram. Fund­ur­inn hafi staðfest skoðun hans að ráðuneytið hafi farið fram með eðli­leg­um hætti.

Á fund­inn komu full­trúi frá rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins og inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, óskaði eft­ir fund­in­um en nefnd­in hef­ur áður fjallað um sama mál.

„Það var ekk­ert nýtt í sjálfu sér. At­b­urðir þessa sum­ars voru rakt­ir, þegar ákveðið var að aft­ur­kalla rétt­ar­beiðnina. Það staðfesti mína skoðun en ég tel að ráðuneytið hafi farið fram með rétt­mæt­um hætti,“ seg­ir Björg­vin. Hann seg­ir nefnd­ar­menn hins veg­ar ekki alla sam­mála og deilt sé um verk­ferla. „Ég held að þetta hafi allt verið inn­an eðli­legra marka.“

Hvað fram­haldið varðar á Björg­vin ekki von á því að málið verði tekið fyr­ir aft­ur í nefnd­inni. Ekki aðeins hafi farið fram ít­ar­leg umræða um málið held­ur sé einnig afar lítið eft­ir af þing­inu og því lítið svig­rúm til fund­ar­halda. Hann seg­ir í raun enga ástæðu held­ur til að fjalla frek­ar um það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert