Fjallað um mál Davíðs erlendis

Frá borginni Antalya í Tyrklandi.
Frá borginni Antalya í Tyrklandi. Wikipedia

Mál Davíðs Arnar Bjarnasonar, sem nú er í fangelsi í borginni Antalya í Tyrklandi vegna ásakana um fornmunasmygl, hefur vakið athygli víða á Norðurlöndunum. Sænskir fjölmiðlar greindu frá málinu í gær og það gerðu danskir fjölmiðlar einnig.

Í frétt Jótlandspóstsins í gær eru málavextir raktir og þar er ennfremur rætt við Lars Thykier, formann samtaka ferðaskrifstofa í Danmörku sem segist þekkja til sambærilegra mála. „Við fréttum af svona löguðu af og til og fólk ætti almennt að láta vera að kaupa hluti erlendis sem það er ekki visst um að það megi taka með sér úr landi. Sumir gera það í þeim tilgangi að smygla, en aðrir gera það óafvitandi,“ segir Thykier.

Hefur aldrei heyrt um að fólk fari í fangelsi í slíkum málum

Hann segir að þetta eigi sérstaklega við um vissa heimshluta og tiltekna gripi og nefnir sem dæmi Búdda-styttur sem eru vinsælar meðal þeirra sem ferðast til Taílands, Indlands og Búrma. „Ef í ljós kæmi að um væri að ræða 500 ára gamla styttu, þá gæti fólk lent í vanda,“ segir Thykier og segir það sama gilda um dýrahorn og -skinn sem keypt eru í Afríku

Hann segir að oftast ljúki málum sem þessum með greiðslu sektar og að viðkomandi munir séu gerðir upptækir. Hann segist aldrei hafa heyrt um að fólk hafi verið hneppt í varðhald líkt og Davíð Örn.

Talsmaður dönsku ferðaskrifstofunnar Startour segir að slík mál hafi komið upp hjá þeim farþegum sem ferðist með þeim, en segir Dani almennt meðvitaða um að ekki megi fara með hluti úr landi sem gætu talist til menningarlegra verðmæta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert