Íslenskur læknir í öðru sæti

Hans Tómas Björnsson, læknir við John Hopkins-sjúkrahúsinu í Baltimore í …
Hans Tómas Björnsson, læknir við John Hopkins-sjúkrahúsinu í Baltimore í Bandaríkjunum. mbl.is

Hans Tómas Björnsson, barnalæknir við John Hopkins-sjúkrahúsið í Baltimore í Bandaríkjunum, er nú í öðru sæti samkeppni sem fram fer á samskiptavefnum Facebook. Keppnin er haldin á vegum stofnunarinnar Rare Genomics Institute um fjármagn sem til stendur að veita til rannsókna á sjaldgæfum sjúkdómum.

Hans Tómas hefur fengið rúm 8.300 atkvæði og er í öðru sæti, en Kínverjinn Qiang Chang, vermir nú efsta sætið með 9.400 atkvæði. Þeir eru langefstir keppenda.

„Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin. Það var einn af doktorsnemunum mínum, Joel Benjamin, sem sendi inn tillöguna og er sú tillaga nú ein af tíu í úrslitum sem er ofsalega skemmtilegt því það er gaman að styðja þennan málstað og vekja athygli á Kabuki heilkenni,“ sagði Hans Tómas í samtali við mbl.is fyrr í þessum mánuði.

Hægt er að kjósa rannsókn Hans einu sinni á dag til 15. mars næstkomandi á Facebook. Úrslitin verða svo kynnt 16. mars. Sigurverðlaunin nema 10 þúsund dölum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert