„Þetta er mál sem má ekki sofna“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það seg­ir manni bara eitt að ráðherr­ann hafi haft þann eina ásetn­ing að stoppa rann­sókn ís­lensku lög­regl­unn­ar á þessu máli, alla­vega grípa inn í,“ sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í umræðum á Alþingi í dag varðandi þá ákvörðun Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra að stöðva sam­starf ís­lenskra lög­reglu­yf­ir­valda við banda­rísku al­rík­is­lög­regl­una FBI sum­arið 2011.

Vísaði hún til fund­ar fund­ar alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un. Spurt var á fund­in­um um það hvað hafi farið fram á fundi um málið 28. ág­úst 2011. Þar hefði komið ótví­rætt fram af hálfu lög­regl­unn­ar að þau mál sem til rann­sókn­ar hafi verið hafi verið eitt og sama málið. Inn­an­rík­is­ráðherra hef­ur hins veg­ar sagt að FBI hafi verið kom­in út fyr­ir rétta­beiðni sem lá til grund­vall­ar sam­starf­inu við ís­lensk lög­reglu­yf­ir­völd. Því hafi þurft aðra rétt­ar­beiðni til en hún hafi ekki borist.

Leitaði ekki til banda­ríska dóms­málaráðuneyt­is­ins

„Það var al­veg ótví­rætt af hálfu lög­regl­unn­ar að þarna er tví­mæla­laust um sama málið að ræða. Það er að segja að ráðherra hafði enga heim­ild eða for­send­ur til þess að trufla rann­sókn ís­lensku lög­regl­unn­ar á máli sem meðal ann­ars leiddi til rann­sókn­ar í Banda­ríkj­un­um. Ráðherra gat ekki gefið sér nein­ar nýj­ar for­send­ur,“ sagði Þor­gerður.

Hún benti á að ef inn­an­rík­is­ráðuneytið hafi talið að það þyrfti nýja rétt­ar­beiðni hefði hún átt sam­kvæmt sam­komu­lagi við Banda­rík­in að leita til banda­ríska dóms­málaráðuneyt­is­ins. Það hafi ekki verið gert og það bendi til þess að mark­mið Ögmund­ar hafi aðeins verið að stöðva um­rædda lög­reglu­rann­sókn.

„Þeir geta bara verið hér áfram á land­inu“

Þor­gerður minnti á að í umræðum um málið á fyrri stig­um hafi komið fram í máli inn­an­rík­is­ráðherra og Öss­ur­ar Skarp­héðins­son­ar, ut­an­rík­is­ráðherra, að lögð hafi verið áhersla á að koma starfs­mönn­um FBI úr landi. Hins veg­ar hafi Ögmund­ur sagt á fund­in­um í ág­úst 2011, spurður að því af lög­reglu hvað FBI-menn­irn­ir ættu að gera: „Þá seg­ir ráðherra: „Þeir geta bara verið hér áfram á land­inu.““

„Ráðherra hafði eng­an áhuga á því að ýta mönn­un­um, fyrst al­var­leik­inn var svona mik­ill, úr landi. Ráðherra hafði bara áhuga á því að stoppa málið. Það eru mörg mál sem halda hér áfram und­ir lok þings­ins, önn­ur sofna. Þetta er mál sem má ekki sofna því við erum orðin upp­vís að því að hið póli­tíska fram­kvæmda­vald, póli­tísk­ur ráðherra, hef­ur með ásetn­ingi gripið inn í sjálf­stætt ákæru­vald. Málið er grafal­var­legt. Þetta er mál sem verður að halda áfram á veg­um þings­ins,“ sagði hún að lok­um.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert