Þakkar páfa fyrir að axla þunga byrði

Frans fyrsti páfi sést hér veifa til mannfjöldans í kvöld.
Frans fyrsti páfi sést hér veifa til mannfjöldans í kvöld. AFP

Pétur Bürchner, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, hefur sent nýkjörnum páfa bréf, Frans páfa I, þar sem honum eru sendar heillaóskir. Frans páfa er þakkað fyrir að taka þá „þungu byrði að vera hirðir kirkjunnar allrar.“

Þetta kemur fram í íslenskri þýðingu bréfsins sem Pétur sendi í tilefni af páfakjörinu. Það er svohljóðandi:

„Heilagi faðir,

sem Reykjavíkurbiskup og fyrir hönd allra presta, reglubræðra og -systra, svo og allra leikmanna í biskupsdæmi mínu, þakka ég yður frá rótum hjarta míns fyrir að taka að yður þá þungu byrði að vera hirðir kirkjunnar allrar.

Á Íslandi, hinu einangraða eyríki, þar sem kaþólskir eru í minnihluta, er tilfinningin að tilheyra heimskirkjunni mikil huggun og hvatning sem tengir oss enn frekar eftirmanni heilags Péturs postula.

Guð geymi yður! Megi Heilagur Andi styðja yður til þess að vera öllum til heilla, sem þér standið fyrir sem æðsti hirðir.

Heilagi faðir, í yðar þágu stíga bænir vorar til himna ásamt heitustu heillaóskum í Kristi og Maríu.“

Pétur Bürchner, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Pétur Bürchner, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert