Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun nýkjörnum páfa Frans I heillaóskir frá sér og íslensku þjóðinni.
Í kveðjunni áréttaði forseti tengsl Íslendinga við hina kaþólsku kirkju, bæði á fyrri öldum og með vaxandi fjölda kaþólskra íbúa landsins á undanförnum árum.
Ennfremur minntist forseti heimsóknar til Páfagarðs fyrir tveimur árum þegar hann ásamt Snæfellingum afhenti Páfagarði styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur, tákn um náin söguleg tengsl kirkju og þjóðar.