Ólafur sigraði með eins atkvæðis mun

Ólafur G. Skúlason
Ólafur G. Skúlason mbl.is

Ólafur G. Skúlason hefur verið kosinn formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hann tekur við embættinu af Elsu B Friðfinnsdóttur. Sex buðu sig fram en aðeins munaði einu atkvæði á Ólafi og Vigdísi Hallgrímsdóttur.

Á kjörskrá voru 3.689. Atkvæði greiddu 1.892 eða 51,29% atkvæðisbærra félagsmanna

Atkvæði féllu þannig: Herdís Gunnarsdóttir fékk 239 atkvæði eða 12,63%. Ólafur G. Skúlason fékk 565 atkvæði eða 29,86%. Elín Hanna Jónsdóttir fékk 45 atkvæði eða 2,38%. Vigdís Hallgrímsdóttir fékk 564 atkvæði eða 29,81%. Margrét Guðjónsdóttir fékk 249 atkvæði eða 13,16% og Ragnheiður Gunnarsdóttir fékk 223 atkvæði eða 11,79%.

Aðeins munaði því einu atkvæði á Ólafi og Vigdísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert