Særðir hermenn í þjálfun á Íslandi

Duncan Slater vonast til að verða fyrsti maðurinn sem misst …
Duncan Slater vonast til að verða fyrsti maðurinn sem misst hefur báða fætur, til að ganga yfir norðurpólinn. Skjáskot af Daily Mail.

Átján hermenn sem slösuðust illa í átökum í Afganistan eru nú á Íslandi í þjálfun. Markmið þeirra er að ganga á suðurpólinn í nóvember. Daily Mail segir frá.

Meðal hermannanna er Duncan Slater, liðþjálfi í breska hernum. Duncan missti báða fætur í sprengingu í Afganistan árið 2009. Ef hann kemst á suðurpólinn verður hann fyrsti maðurinn sem misst hefur báða fætur til að komast þangað.

Læknar sögðu Duncan að hann myndi aldrei ganga aftur eftir að farartæki hans var sprengt í loft upp af talibönskum vígamönnum. Sú varð ekki raunin.

Hópurinn hefur verið hér í sex daga. Á þessum tíma hafa þau þurft að læra að skíða, tjalda og komast af í vetrarkuldanum

Hermennirnir eru hér á vegum „Walking With The Wounded“ góðgerðarsamtakanna, sem starfa undir verndarvæng Harry prins.

Í frétt BBC um Íslandsför hermannanna er viðtal við bandaríska hermanninn Ivan Castro, sem er blindur. Hann segir mjög erfitt að takast á við þessar vetraraðstæður, sérstaklega fyrir blindan mann. Hann segist hins vegar vera jákvæður en stóli algjörlega leiðsögn og aðstoð frá samferðarmönnum sínum til að takast á við þetta verkefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert