Mikið sjónarspil á himni

Það var sann­kallaður norður­ljósa­dans í kvöld, m.a. aust­an við Vík í Mýr­dal líkt og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um. Veður­stofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að mögu­leiki væri mik­illi virkni norður­ljósa, einkum fram­an af kvöldi, og sú spá virðist hafa gengið eft­ir.

Á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands er fjallað um norður­ljós. Þar seg­ir að frá sól­inni ber­ist í sí­fellu svo­nefnd­ur sól­vind­ur sem sé straum­ur raf­hlaðinna agna.

„Þegar vind­ur­inn nálg­ast jörðina hrind­ir seg­ul­svið jarðar­inn­ar hon­um frá sér nema í kring­um seg­ulpól­ana. Þar slepp­ur eitt­hvað af ögn­un­um inn í seg­ul­sviðið.

Þegar eind­irn­ar rek­ast á loft­hjúp jarðar, í um 100-250 km hæð örv­ast sam­eind­ir og frum­eind­ir í hjúpn­um og þær senda frá sér sýni­legt ljós sem við köll­um norður- eða suður­ljós,“ seg­ir á Vís­inda­vef HÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert