Frestur vegna Eirar að renna út

Öryggisíbúðir á vegum Eirar við Fróðengi í Grafarvogi.
Öryggisíbúðir á vegum Eirar við Fróðengi í Grafarvogi. mbl.is/Ómar

Í kvöld renn­ur út frest­ur sem íbú­ar hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar, sem hafa keypt bú­setu­rétt í ör­yggis­íbúðum heim­il­is­ins, hafa til að svara til­lögu stjórn­ar hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins skulda­vanda þess. Ná­ist ekki sam­komu­lag blasa nauðasamn­ing­ar við.

Jón Sig­urðsson, stjórn­ar­formaður Eir­ar, og Sig­urður Rún­ar Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri heim­il­is­ins, sögðu í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að málið væri í vinnslu og að það geti tekið lengri tíma að fá svör frá öll­um íbú­um. Jón seg­ir að stjórn Eir­ar muni koma sam­an til fund­ar í fyrra­málið.

Stefán Árni Auðólfs­son, lögmaður íbúa Eir­ar, tek­ur í sama streng og seg­ir að eng­in niðurstaða liggi fyr­ir á þess­ari stundu.

„Það er ekk­ert komið í ljós. Með til­liti til at­kvæðahóps­ins, bæði hvað hann er stór og dreifður, þá reikna ég með að það geti tekið ein­hverja daga að klára að safna und­ir­skrift­um,“ seg­ir Stefán Árni í sam­tali við mbl.is.

Gefa út skulda­bréf til 25 ára

Stjórn Eir­ar lagði til fyr­ir þrem­ur vik­um, 27. fe­brú­ar, að gefið verði út skulda­bréf til að standa við skuld­bind­ing­ar gagn­vart þeim sem hafa keypt bú­setu­rétt í ör­yggis­íbúðunum. Um er að ræða verðtryggð skulda­bréf til 25 ára með 3,5% vöxt­um.

Fram hef­ur komið, að sam­kvæmt nú­ver­andi samn­ing­um beri Eir að end­ur­greiða íbúðarétt með einni greiðslu sex mánuðum eft­ir að íbúð er skilað. Greiðslur Eir­ar vegna upp­gjörs við íbúðarrétt­ar­hafa hafa verið fryst­ar síðan 2012 vegna lausa­fjár­vanda.

Jón sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrj­un þessa mánaðar, að aðal­mark­miðið væri að kom­ast hjá gjaldþrotameðferð og tryggja að fólkið sem hefði sest að í íbúðunum gætu verið þar áfram í fullu ör­yggi.

Ljóst er að ekki eru all­ir íbú­ar sátt­ir við þá stöðu sem er nú uppi en ekki hef­ur feng­ist upp­gefið hvort ein­hverj­ar séu staðráðnir í því að samþykkja ekki nú­ver­andi til­lögu. Til að hún telj­ist samþykkt þarf grænt ljós frá öll­um íbú­um.

Í dag hafa menn unnið að því að heim­sækja ör­yggis­íbúðirn­ar, sem eru á þrem­ur stöðum í Grafar­vogi og í Mos­fells­bæ, til að fá end­an­leg viðbrögð íbúa. Menn munu svo gefa sér tíma til að fara yfir öll gögn og lík­legt þykir að end­an­leg niðurstaða muni liggja fyr­ir eft­ir helgi. 

Fá­ist ekki samþykki þá eru nauðasamn­ing­ar væn­leg­asta leiðin

Stefán Árni tek­ur þó fram, að ef það liggi fyr­ir í kvöld að ein­hverj­ir íbú­ar ætli sér alls ekki að samþykkja til­lög­una þá geti stjórn Eir­ar tekið ákvörðun strax í fyrra­málið um nauðasamn­inga. Til að ná þeim í gegn þarf samþykki frá um 60% íbúa.

„Ef það næst ekki samþykki fyr­ir þess­ari til­lögu, sem stjórn­in hef­ur lagt fram, þá verður hún, með til­liti til hags­muna aðila, að leita vænt­an­lega úrræða sam­kvæmt gjaldþrota­lög­um. Þá er væn­leg­asta leiðin nauðasamn­ing­ar,“ seg­ir Stefán Árni og bæt­ir við að minnsta áhætt­an fylgi þeirri leið og að hún myndi tryggja betri end­ur­heimt­ur held­ur en gjaldþrot.

Verði til­lag­an aft­ur á móti samþykkt, þá get­ur stjórn Eir­ar lokið þeirri vinnu sem þörf að ráðast í svo sam­kom­lag geti gengið eft­ir til að tryggja rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert