Davíð Örn Bjarnason er laus úr farbanni í Tyrklandi og er væntanlegur heim á næstu dögum. Hann var handtekinn fyrir tæpum þremur vikum í Antalya í Tyrklandi sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Fram kemur, að fyrirtaka hafi verið í máli Davíðs fyrir tyrkneskum dómstól seinnipart dags í gær. Dómarinn ákvað að leysa hann úr farbanni, en gerði honum að koma aftur til Tyrklands
til að vera viðstaddur uppkvaðningu dómsins.