Davíð Örn Bjarnason, sem handtekinn var í Tyrklandi í byrjun mánaðar, er laus úr fangelsi en má enn ekki fara úr landi sökum farbanns. Hann dvelur nú í stofufangelsi.
„Við erum bara ennþá að bíða og þreytt á að fá hann ekki heim. Eitthvað virðist ganga hægar en ég vonaði. Það er engin endanleg tímasetning ákveðin um hvenær hann verði laus úr farbanninu. Það var talað um að það gæti orðið í dag eða á þriðjudaginn í næstu viku,“ segir Þóra Björg Birgisdóttir,“ sambýliskona Davíðs.
„Pappírarnir sem aflétta farbanninu eru enn í dómshúsinu í Antalya, þeir þurfa að komast í hendur lögreglu og það tekur tvo daga að vinna í gegnum þá. Ef það verður gert á föstudaginn þá er þriðjudagurinn fyrsti mögulegi dagurinn,“ segir Þóra.