Vélsleðamaður slasaðist

Björgunarsveitarmenn á ferðinni.
Björgunarsveitarmenn á ferðinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri er á leiðinni í Bíldsárskarð á Vaðlaheiði vegna vélsleðamanns sem slasaðist fyrr í dag. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir á þessari stundu en maðurinn er talinn vera rifbeinsbrotinn og með áverka á baki.

Björgunarsveitamenn á sleðum og fjórhjólum en einnig var snjóbíll sendur af stað með lækni og bráðaliða.

Ætla má að það taki um þrjár klukkustundir að koma hinum slasaða til byggða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert