Enn skelfur austur af Grímsey

Eins og sjá má hafa fjölmargir skjálftar mælst undanfarna klukkutíma.
Eins og sjá má hafa fjölmargir skjálftar mælst undanfarna klukkutíma. Af vef Veðurstofu Íslands

Skjálftahrina hefur staðið yfir á Tjörnesbeltinu seinni partinn í dag og í kvöld. Frá því kl. 17 í dag hafa 30 skjálftar mælst um það bil 18 km austur af Grímsey.

Stærsti skjálftinn mældist 3,2 kl. 18:18 í dag en auk hans hafa átta skjálftar mælst yfir 2,0.

Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu um helgina en verulega dró úr virkni í gærkvöldi og í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert