Skjálftahrina hefur staðið yfir á Tjörnesbeltinu seinni partinn í dag og í kvöld. Frá því kl. 17 í dag hafa 30 skjálftar mælst um það bil 18 km austur af Grímsey.
Stærsti skjálftinn mældist 3,2 kl. 18:18 í dag en auk hans hafa átta skjálftar mælst yfir 2,0.
Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu um helgina en verulega dró úr virkni í gærkvöldi og í nótt.