„Við höfum ekki orðið vör við skjálfta,“ segir Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey, en skjálftahrina hefur staðið yfir um 18 km austur af eynni í dag og í kvöld.
Rétt eftir klukkan sex í kvöld mældist sá stærsti af stærðinni 3,2 stig austur af Grímsey.
„Við fylgjumst bara með þessu í tölvunni,“ sagði Garðar.