Leyfi fyrir sinubruna við Litlu Tungu

Engin hætta er á ferð vegna sinubruna við bæinn Litlu …
Engin hætta er á ferð vegna sinubruna við bæinn Litlu Tungu í Rangárþingi ytra.

Lögreglan á Hvolsvelli fullyrðir að engin hætta sé á ferðum vegna sinubruna hjá bænum Litlu Tungu í Rangárþingi ytra. Það brenna nú um 90 hektarar af sinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fékkst viðeigandi leyfi fyrir brunanum.

Bruninn hefur vakið athygli íbúa í nágrenninu og hafa margir haft samband við lögregluna á Hvolsvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka