Töluvert um sinubruna í þurrkatíð

Glímt við sinuelda.
Glímt við sinuelda. mbl.is/Kristín Jónsdóttir

Töluvert hefur verið um sinubruna á skraufþurru Suður- og Vesturlandi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Alvarlegasti bruninn var í Skorradal á laugardagskvöld en einnig logaði nálægt sumarbústöðum við Galtalæk.

Undanfarna daga hefur þrisvar kviknað í sinu í Grímsnesi og einu sinni í Fljótshlíð. Í gær logaði í sinu á a.m.k. tveimur stöðum í Reykjavík, við Gufuneskirkjugarð og skammt frá Norræna húsinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert