Íslendingar ákærðir í Danmörku

Amfetamín.
Amfetamín.

Átta Íslendingar eru í hópi 11 manna sem eru ákærðir í Danmörku fyrir að smygla rúmum 66 kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur. Einn Íslendinganna er talinn höfuðpaurinn í málinu.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Í fréttinni segir að mennirnir séu ákærðir fyrir að hafa farið til Hollands og keypt þar tugi kílóa af amfetamíni og smyglað til Danmerkur. Fyrst í nóvember 2011 og svo í ágúst og september á síðasta ári. Einnig eru tveir mannanna ákærðir fyrir að hafa haft í fórum sínum 2000 e-töflur. 

38 ára Íslendingur er talinn höfuðpaur smyglhringsins, í samvinnu við 43 ára gamlan Dana, segir í frétt RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert