Karl Vignir ákærður

Karl Vignir Þorsteinsson hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í …
Karl Vignir Þorsteinsson hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Pressphotos.biz

Ákæra á hendur Karli Vigni Þorsteinssyni, sem er grunaður um fjölmörg kynferðisbrot, hefur verið gefin út og birt Karli. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis. Hann mun áfram sæta gæsluvarðhaldi til 1. maí nk.

Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara tók Karl Vignir sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar.

Ákæran verður ekki afhent fjölmiðlun þar sem um lokað þinghald er að ræða. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er Karl Vignir ákærður fyrir brot gegn fjórum fullorðnum einstaklingum.

Karl Vignir hefur játað að hafa níðst á fjölda barna um áratugaskeið. Hann var handtekinn í kjölfar umfjöllunar Kastljóssins í janúar og í kjölfarið kom fram fjöldi nýrra kæra gegn honum, þar á meðal sumar vegna kynferðisbrota sem ekki eru fyrnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka