Andlát: Kristín Lilja Þórarinsdóttir

Kristín Lilja Þórarinsdóttir.
Kristín Lilja Þórarinsdóttir.

Kristín Lilja Þórarinsdóttir, Lilja á Grund, andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í fyrradag, á nítugasta og fyrsta aldursári.

Hún var heiðursborgari Reykhólahrepps og bar þá nafnbót frá því að hún varð sjötug.

Lilja fæddist á Reykhólum og ól nánast allan sinn aldur þar í sveit. Lengst af var hún húsfreyja á Grund, rétt ofan við Reykhóla, en var síðari árin búsett í Barmahlíð.

Eiginmaður Lilju var Ólafur Sveinsson, bóndi á Grund. Hann fórst í snjóflóðinu sem þar féll í janúar 1995. Synir þeirra eru Guðmundur á Litlu-Grund og Unnsteinn Hjálmar á Grund.

Foreldrar Lilju voru Steinunn Hjálmarsdóttir og Þórarinn G. Árnason. Hún missti föður sinn þegar hún var tæplega fimm ára en fósturfaðir hennar var Tómas Sigurgeirsson, seinni maður Steinunnar. Þau Steinunn og Tómas voru alla sína tíð búendur á höfuðbólinu Reykhólum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert