Ástfangið par í hreiðurgerð

Svandís og maki hennar eiga von á „erfingja“ og hafa hafið hreiðurgerð. Líklega er réttara að tala um „erfingja“ - í fleirtölu - en þeir skipta nú þegar tugum. 

Álftin Svandís er með eindæmum vanaföst en hún er talin hafa verpt í hólmanum í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í 18 ár.

Nú er hún enn og aftur farin að undirbúa fjölgun í fjölskyldunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Björn Ingvarsson sendi mbl.is og tekin var í morgun, eru Svandís og maki hennar dugleg við hreiðurgerðina. 

Þess má geta að 18. maí í fyrra birtist frétt á mbl.is um að Svandís væri komin með þrjá unga. Það er því líklega enn mánuður til stefnu hjá parinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka