Þórður í Skógum heiðraður

Þórður Tómasson í Skógum
Þórður Tómasson í Skógum mbl.is/Ragnar Axelsson

Þórður Tóm­as­son safn­vörður og menn­ing­ar­frömuður að Skóg­um und­ir Eyja­fjöll­um fékk ný­verið Land­stólp­ann, sam­fé­lagsviður­kenn­ingu Byggðastofn­un­ar.

Þórður hef­ur byggt upp stærsta byggðasafn á Íslandi sem dreg­ur að sér fjölda ferðamanna ár­lega og meiri fjölda en nokk­urt annað byggðasafn. Þórður hef­ur verið óþreyt­andi við björg­un ís­lensks menn­ing­ar­arfs á starfs­tíma sín­um.

„Hann tek­ur á móti ferðamönn­um á per­sónu­leg­an hátt, spil­ar á org­el og hríf­ur fólk með frá­sögn­um sín­um. Hann hef­ur verið öt­ull í út­gáfu­mál­um, skrifað um þjóðhætti og um minja- og safna­mál. Hann var hvatamaður að forn­leifa­rann­sókn­um, t.d. á Stóru-Borg svo fátt eitt sé talið. Safnið á Skóg­um er ein­stakt á landsvísu, þar er byggðasafn, sam­göngu­m­inja­safn og kirkja sem Þórður lét reisa á staðnum. Þórður er enn starf­andi 92ja ára gam­all, fædd­ur 1921,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Land­stólp­inn er veitt­ur ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um eða sveit­ar­fé­lög­um sem vakið hafa já­kvæða at­hygli á lands­byggðinni, t.d. með til­teknu verk­efni eða starf­semi, um­fjöll­un eða öðru.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert