Eir fer í opinbera nauðasamninga

Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi skuldar í dag um 8 milljarða …
Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi skuldar í dag um 8 milljarða króna. Morgunblaðið/Ómar

Nokkr­ir kröfu­haf­ar höfnuðu til­lögu stjórn­enda hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar um lausn á fjár­hags­vanda heim­il­is­ins. Þetta þýðir að Eir fer í op­in­bera nauðasamn­inga. Sig­urður Rún­ar Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Eir­ar, seg­ir þessa niður­stöðu von­brigði, sér­stak­lega þar sem 96% kröfu­hafa hafi samþykkt til­lög­una, en aðeins 4% hafi hafnað henni eða ekki svarað.

Stjórn­end­ur Eir­ar hættu að borga af lán­um í sept­em­ber á síðasta ári og síðan hafa stjórn­end­ur unnið að því að finna lausn á fjár­hags­vanda heim­il­is­ins. Heim­ilið skuld­ar sam­tals átta millj­arða, en meg­in­vandi heim­il­is­ins staf­ar af því að Hús­rekstr­ar­sjóður­inn, sem á og rek­ur rúm­lega 200 ör­yggis­íbúðir, get­ur ekki staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar vegna skulda­söfn­un­ar og ta­prekst­urs. Hjúkr­un­ar­heim­ilið og ör­yggis­íbúðirn­ar eru rekn­ar á sömu kenni­tölu.

Gert ráð fyr­ir að íbú­ar fengju skulda­bréf í stað pen­inga

Stjórn Eir­ar lagði í lok fe­brú­ar fram til­lögu sem ger­ir ráð fyr­ir að gefið verði út skulda­bréf til að standa við skuld­bind­ing­ar gagn­vart þeim sem hafa keypt bú­setu­rétt í ör­yggis­íbúðunum. Um er að ræða verðtryggð skulda­bréf til 25 ára með 3,5% vöxt­um. Sam­kvæmt nú­ver­andi samn­ing­um ber Eir að end­ur­greiða íbúðarétt með einni greiðslu sex mánuðum eft­ir að íbúð er skilað.

Sig­urður Rún­ar Sig­ur­jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Eir­ar, seg­ir að for­senda fyr­ir því að til­laga stjórn­ar nái fram að ganga sé að all­ir íbú­ar í ör­yggis­íbúðum samþykki til­lög­una, en þeir eru um 120. Það sé nóg að einn segi nei, þá er til­lag­an fall­in.

96% kröfu­hafa samþykktu til­lög­una

Fyr­ir helgi höfðu 96% íbúa samþykkt til­lög­una. Sig­urður seg­ir að í kvöld hafi feng­ist loka­svar frá síðustu íbú­un­um og það hafi verið nei­kvætt. Hann seg­ir að þessi niðurstaðan þýði að Eir fari í op­in­bera nauðasamn­inga. Sýslumaður muni skipa mann til að stýra ferl­inu og hann leggi síðan fram frum­varp að nauðasamn­ing­um. Það frum­varp verði hugs­an­lega eitt­hvað svipað því sem nú liggi á borðum og 96% kröfu­hafa hafi samþykkt. Í op­in­ber­um nauðasamn­ing­um næg­ir að 60% kröfu­hafa (bæði hvað varðar fjölda kröfu­hafa og fjár­hæðir) segi já. Sig­urður seg­ir að nauðasamn­ing­ar tefji allt ferlið um 3-4 mánuði.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Eir seg­ir að í því ferli sem sé framund­an þurfi íbúðarrétt­ar­haf­ar m.a. að lýsa kröf­um sín­um með form­leg­um hætti og greiða at­kvæði þegar nauðasamn­ing­ur­inn verður bor­inn upp til at­kvæða. Lög­menn Eir­ar munu aðstoða íbúðarrétt­ar­hafa í þessu efni, sé þess óskað, íbúðarrétt­ar­höf­um að kostnaðarlausu.

Sig­urður seg­ir þetta mál vera erfitt gagn­vart fólk­inu sem búi í ör­yggis­íbúðunum. Þar búi full­orðið fólk og sum­ir séu við lé­lega heilsu. Það sé slæmt að þurfa að fram­lengja óvissu þessa fólks. Sig­urður seg­ist hins veg­ar sann­færður um að nauðasamn­ing­ar muni nást.

Búið er að koma upp­lýs­ing­um um niður­stöðuna til íbúa í ör­yggis­íbúðunum. Á fimmtu­dag­inn verður síðan hald­inn fund­ur með íbú­um. Stjórn Eir­ar kem­ur sam­an til fund­ar á fimmtu­dag­inn, en reiknað er með að stjórn­in starfi áfram, en umboð henn­ar til að taka ákv­arðanir verður tak­markað.

Mikl­ar skuld­ir

Stærstu lána­drottn­ar Eir­ar eru Íbúðalána­sjóðir og líf­eyr­is­sjóðirn­ir. Náið sam­ráð hef­ur verið haft við þessa aðila um þá til­lögu að lausn sem nú ligg­ur á borðinu.

Skuld­ir hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Eir­ar, án Hús­rekstr­ar­sjóðs, eru um 1,5 millj­arðar. Fast­eigna­mat húss­ins er um 2,2 millj­arðar, en áætla má að kostnaður við að byggja heim­ilið sé 4-5 millj­arðar. Skuld­ir Hús­rekstr­ar­sjóðs eru um 6,3 millj­arðar, en íbúðirn­ar eru metn­ar í bók­haldi upp á 5,6 millj­arðar. Eigið fé Eir­ar er nei­kvætt, en hafa verður í huga að eign­ir í bók­haldi eru ekki reiknaðar á matsvirði.

Nán­ar um vanda Eir­ar

Hjúkrunarheimilið Eir að Fróðengi 1-11.
Hjúkr­un­ar­heim­ilið Eir að Fróðengi 1-11. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka