Brjálæðisleg þjónustulund verðlaunuð

Margir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar í óverðinu …
Margir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar í óverðinu í byrjun mars. mbl.is/Styrmir Kári
<span>Átta íslenskir starfsmenn alþjóðlega flutningafyrirtækisins DHL Express fengu viðurkenningar á dögunum fyrir framúrskarandi þjónustulund. Verðlaunin bera heitið </span><em>Can Do Awards</em><span> og eins og John Pearson, forstjóri DHL í Evrópu orðar það þá eru þau viðurkenning til starfsmanna sem eru nánast brjálæðislega þjónustulundaðir (e.insanely customer centric). </span>

DHL Express rekur 4.000 starfstöðvar í 220 löndum og hjá félaginu starfa meira en 100 þúsund manns. Íslenskir starfsmenn fyrirtækisins stóðu frammi fyrir erfiðu verkefni þann 6. mars síðastliðinn, þegar óhemju slæmt veður gekk yfir suð-vesturhorn landsins.

Óveðrið raskaði samgöngum verulega, fólk komst ekki leiðar sinnar og fólksbílar sem og almenningsvagnar sátu fastir víða um borg og bý í sköflum og snjófjúki. Slíkur veðurofsi getur auðveldlega lamað starfsemi fyrirtækja og stofnana, ekki síst flutningafyrirtækja.

Tóku slaginn við Reykjanesbrautina

Að sögn Atla Einarssonar, framkvæmdastjóra DHL, sat innflutningur dagsins fastur í fraktvél Icelandair Cargo, en ekki reyndist unnt að opna hlera vélarinnar vegna mikilla vindhviða í Keflavík. Viðskiptavinir fyrirtækisins voru í óvissu með mikilvægan útflutning dagsins sem þurfti að sækja víða um höfuðborgarsvæðið og koma til Keflavíkur fyrir brottför kl. 17:00 frá Keflavíkurflugvelli.

Eftir nokkra rekistefnu ákváðu bílstjórar DHL í samráði við yfirmenn sína að taka slaginn og leggja á Reykjanesbrautina um hádegisbilið þennan dag. Í stað þess að senda átta bíla eins og vanalega tvímenntu bílstjórarnir á fjóra bíla, öryggisins vegna, þannig að annar þeirra gæti ýtt ef bíllinn sæti fastur í ófærðinni. Með miklum dugnaði náðu bílstjórarnir að sækja allan þær vörur sem þurfti a koma í útflutning og skiluðu honum aftur til Keflavíkurflugvallar í tæka tíð.

„Dugnaður bílstjóra DHL vakti athygli og barst DHL á Íslandi fjölmörg símtöl og tölvupóst frá þakklátum viðskiptavinum,“ segir Atli. Framganga þeirra þennan dag barst einnig til eyrna forstjóra DHL Express í Evrópu sem ákvað að verðlauna þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka