Þau sögulegu tíðindi áttu sér stað árið 2012 að ekkert banaslys varð af völdum ölvunar. Þetta er einstakt og ekki finnast önnur dæmi um þetta í gagnagrunni slysaskráningarinnar sem nær aftur til 1986.
Algengt er að 2-3 ölvaðir ökumenn verði valdir að banaslysi á hverju ári. Þó eru dæmi um mun fleiri banaslys vegna ölvunar, t.d. árið 2006 þegar 9 ökumenn ollu dauða í umferðinni. Þetta eru því afar góð tíðindi.
Þess ber þó að geta að hlutfall ölvunaraksturs af heildarfjölda slysa er lítilsháttar hærra árið 2012 en meðaltal 10 ára á undan. Meðaltalið er 5,3% en árið 2012 var það 5,7%. Þetta kemur fram í slysaskýrslu Umferðarstofu árið 2012.
Ungir karlar aka valda flestum ölvunarslysum
42 slys sem rekja má til ölvunaraksturs enduðu með meiðslum árið 2012. Þar af 6 með alvarlegum meiðslum. Af þessum 42 slysum voru karlmenn valdir að 39 en konur 3.
Flestir þeir sem ollu slysum vegna ölvunaraksturs á árinu voru á aldrinum 17-26 ára, eða samtals í 60 tilfellum. Næststærsti hópurinn var ökumenn á aldrinum 27-36 ára, sem ollu alls 42 slysum vegna ölvunar. Af þessu má ráða að hinn dæmigerði ölvaði ökumaður sem veldur slysi er því ungur karlmaður.
Þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið vegna ölvunar við akstur lést einn í umferðinni af völdum fíkniefnanotkunar og einn vegna löglegra lyfja.