Verkfæri í nauðgunarmálum

Nýlegri rannsókn um nauðgunarmál og meðferð þeirra í dómskerfinu er ætlað að vera verkfæri stjórnvalda til að takast á við kynferðisbrot. Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra en á meðal þess sem þar kemur fram er ungur aldur þolenda og skýr áhrif kláms á eðli brotanna.

Ögmundur hefur opnað á umræðu um að stemma stigu við áhrifum kláms á ungt fólk við misjafnar undirtektir en hann segir skýrsluna sanna að umræðan sé þess verð að koma upp á yfirborðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert