Davíð Örn Bjarnason hefur verið dæmdur í eins árs og tíu daga skilborðsbundið fangelsi í Tyrklandi fyrir fornmunastuld en hann var tekinn á flugvelli í landinu fyrir nokkrum vikum með marmarastein í farteskinu. Dómurinn var kveðinn upp í dag. Davíð segist ekki þurfa að fara til Tyrklands vegna dómsins og ætli sér ekki þangað aftur.
Þetta kom fram í fréttum RÚV.
Davíð var hnepptur í varðhald í Tyrklandi í byrjun mars. Í lok þess mánaðar var honum sleppt og hann kom fljótlega til Íslands í faðm fjölskyldunnar.