Ákvörðun verður tekin í dag um hvernig verður staðið að viðgerð á TF-Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem bilaði í nágrenni við Hornafjörð í gær. Þyrlan er enn á sama stað, en hugsanlegt er að flytja verði hana á bíl til Reykjavíkur.
Bilunin kom upp í gírkassa vélarinnar og neyddist áhöfn þyrlunnar til þess að nauðlenda henni við fyrsta tækifæri þegar viðvörunarljós kviknaði.
TF-Syn, þyrla Landhelgisgæslunnar, flaug í gær til Hornafjarðar með með flugvirkja og viðgerðartól. Stjórnendur Gæslunnar taka í dag ákvörðun um næstu skref í samráði við mat flugvirkja.