Vegir á Suðurlandi eru auðir en á Vesturlandi eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Hálkublettir eru allvíða á Vestfjörðum, einkum á fjallvegum. Þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði.
Þetta kemur fram í upplýsingum Vegagerðarinnar.
Á Norðurlandi eru vegir víðast orðnir greiðfærir. Þó eru sumstaðar hálkublettir eða krapi, einkum á annesjum. Hálka er á Hólasandi og Mývatnsöræfum. Dettifossvegur er ófær. Þá eru hálkublettir eða snjóþekja á fáeinum vegum á Austurlandi en autt niðri á fjörðum og með suðausturströndinni.