Horfði á þyrluna lenda

„Aðalatriði er að þetta fór vel,“ segir Hálfdán Björnsson, bóndi á Kvískerjum í Öræfum, en hann horfði á Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar, nauðlenda á túninu við bæinn i gær.

Þyrlan er enn á túninu, en ákvörðun verður tekin í dag um hvernig staðið verður að viðgerð á henni. Hugsanlegt er talið að flytja verði þyrluna á bíl til Reykjavíkur.

Hálfdán segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þyrla þurfi að lenda á túninu í Kvískerjum. Hann segir að nauðlendingin hafi gengið vel.

Mikið fuglalíf er við Kvísker. Hálfdán segir að það sé farið að vora og farfuglar séu byrjaðir að koma til landsins. „Maríuerlan er ekki komin hingað ennþá, en mér finnst hún vera skemmtilegasti farfuglinn. Það er gaman þegar þær fara að láta sjá sig heim við tún,“ segir Hálfdán.

Frétt mbl.is: Ein þyrla til taks og án nætursjónauka

Frétt mbl.is: Ákvörðun tekin í dag um viðgerð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert