Fimm háhyrningar strandaðir

Fimm háhyrningar strönduðu við Heiðarhöfn á Langanesi í dag. Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Hafliða eru á staðnum að reyna að losa dýrin.

Háhyrningarnir strönduðu í sandfjörunni um 1 km innan við Heiðarhöfn á Langanesi. Búið er að bjarga einum háhyrningi, tveir eru dauðir. Einnig var búið að bjarga kálfi út en hann kemur jafnskjótt upp í fjöruna aftur.

Útkall vegna háhyrninganna barst björgunarsveitinni fyrir rúmri klukkustund og eru að minnsta kosti sex menn að vinna að björgun dýranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert