Hvetja Lýsingu til að endurgreiða

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands mbl.is/Brynjar Gauti

Neytendasamtökin skora á Lýsingu að endurreikna lán sem voru veitt með ólöglegum hætti sem fyrst og endurgreiða lántakendum það sem þeir hafa ofgreitt vegna óheimillar verðtryggingar. Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakann.

Ísíðustu viku dæmdi Hæstiréttur Lýsingu til að endurgreiða lántaka verðbætur sem hann hafði greitt og ofgreidda vexti. Um var að ræða lán sem var að jöfnu í íslenskum krónum og erlendum myntum.

Ekki kom fram í samningnum, né í fyrirsögn hans, þar sem stóð að um gengistryggðan samning væri að ræða, að íslenski hluti lánsins væri verðtryggður. Þrátt fyrir það innheimti Lýsing verðbætur vegna íslenska hlutans, þ.e. helmings lánsupphæðarinnar. Þetta taldi Hæstiréttur ekki heimilt, enda hefði ekki verið samið um verðtryggingu lánsins. Jafnframt taldi Hæstiréttur að ekki hefði verið heimilt að reikna breytilega vexti af íslenska hluta lánsins, en í samningi aðila stóð að vextir væru 6,6% og ekki kom fram með skýrum hætti að þeir gætu breyst. Var Lýsingu því gert að endurgreiða lántakanum þá vexti sem voru umfram 6,6%, samkvæmt því sem fram kemur á vef Neytendasamtakanna.


 


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka