Hrottaleg nauðgun í Reykjavík

mbl.is/G.Rúnar

Ráðist var á konu á þrítugsaldri og hún beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í verslunarhúsnæði í austurborginni um þarsíðustu helgi.

Konan, sem er frá Ástralíu og var ferðamaður hér á landi, hlaut mikla líkamlega áverka eftir árásina. Hún hafði átt að fljúga til síns heima um morguninn. Greint er frá þessu á forsíðu Fréttablaðsins í dag.

Árásin átti sér stað aðfaranótt 20. apríl en konan hafði verið að skemmta sér í miðbæ Reykjavíkur þegar hún þáði far með manni sem einnig er af erlendu bergi brotinn en býr hér á landi. Maðurinn fór með konuna í verslunarhúsnæði sem hann hafði aðgang að í austurborginni þar sem hann nauðgaði henni og beitti líkamlegu ofbeldi með þeim afleiðingum að hún hlaut mikla líkamlega áverka.

Engin tengsl eru á milli árásarmannsins og konunnar. Eftir árásina keyrði maðurinn konuna á gistiheimili í miðborg Reykjavíkur þar sem hún hafði dvalið. Við komuna á gistiheimilið var strax kallað til lögreglu.

Konan mun hafa flogið heim til Ástralíu sólarhring eftir árásina, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ofbeldismaðurinn hafi verið handtekinn og setið í gæsluvarðhaldi frá 20.-24. apríl. Hann sætir nú farbanni til 14. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert