Nauðgun á fatlaðri konu til rannsóknar

mbl.is/Júlíus

Meint nauðgun á fatlaðri konu á fertugsaldri er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, en að sögn hans hefur bílstjóri á fimmtugsaldri verið yfirheyrður vegna málsins og hefur hann nú stöðu grunaðs manns.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins átti brotið sér stað í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi en hinn grunaði starfaði þar sem bílstjóri. Herma heimildir blaðsins einnig að manninum hafi verið sagt upp störfum eftir að upp komst um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert