Opið hús á Bifröst

Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst.

Háskólinn á Bifröst verður með opinn dag á morgun milli 14.00 – 17.00 en skólinn fagnar 95 ára afmæli sínu um þessar mundir. 

Skólinn stofnaður 1918 í Reykjavík og hét þá Samvinnuskólinn.  Jónas Jónsson frá Hriflu var fyrsti skólastjóri skólans frá stofnun til ársins 1955.  Síðan þá hafa tíu manns gengt stöðu rektors en sá ellefti, Vilhjálmur Egilsson tekur formlega við stöðu rektors í sumar, samkvæmt tilkynningu.

Næsta vetur verður boðið upp á  nýtt nám við skólann sem nefnist háskólagátt og byggir á fyrri frumgreindeild skólans hefur verið starfrækt í 15 ár og er fyrir þá sem vilja ljúka aðfaranámi í háskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert