Skjálftinn fannst víða

Jarðskjálftavirkni er áfram í gangi og ekki er hægt að …
Jarðskjálftavirkni er áfram í gangi og ekki er hægt að útiloka að fleiri skjálftar um og yfir 4 stærð verði á þessu svæði.

Jarðskjálfti að stærð 4,5 varð kl. 19:20 í kvöld við Fuglaskerin á Reykjaneshrygg að sögn Veðurstofu Íslands. Hann fannst á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og á Suðurlandi.

Síðan í nótt hefur verið viðvarandi jarðskjálftahrina við Fuglaskerin, sem eru um 30 km suðvestan við Reykjanestá. Þrír öflugustu skjálftarnir hafa verið um og yfir 4 að stærð.

Í morgun kl. 10:49 var skjálfti að stærð 4,1 og núna síðdegis kl. 17:10 og kl. 18:05 voru skjálftar 4,0 og 4,2 að stærð. Þeir hafa fundist á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar.

Jarðskjálftavirkni er áfram í gangi og ekki er hægt að útiloka að fleiri skjálftar um og yfir 4 stærð verði á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur eru algengar á norðanverðum Reykjaneshrygg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka