Guðni Páll rær til Eyja

Guðni Páll Viktorsson komst í hann krappan í fyrradag en …
Guðni Páll Viktorsson komst í hann krappan í fyrradag en er aftur kominn af stað. Hann er væntanlegur til Eyja í kvöld. mynd/Sigurlaug Ragnarsdóttir

Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson rær nú til Vestmannaeyja en hann væntanlegur þangað á milli 19:30 til 21 í kvöld. Þá mun hann hafa lagt af baki 60 km í dag, en hann lagði af stað frá Vík í Mýrdal.

Á morgun verður kynning á Kaffi Kró í Eyjum kl. 14þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Þar verður Guðni Páll með kynningu á sjálfum sér, verkefninu og búnaðinum.

Guðni Páll hyggst róa hringinn í kringum Ísland til styrktar Samhjálp.

Nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka