Lúinn eftir langan róður

Guðni Páll sést hér róa inn til Eyja í gærkvöldi.
Guðni Páll sést hér róa inn til Eyja í gærkvöldi. mynd/Óskar Pétur Friðriksson

„Þetta gekk mjög vel. Veður var hag­stætt en það var stór­sjór. Það var gam­an að fá fylgd­ar­bát en Gunn­ar Ingi Gunn­ars­son reri með mér frá Holtsósi und­ir Eyja­fjöll­um,“ seg­ir kaj­akræðar­inn Guðni Páll Vikt­ors­son sem kom til Vest­manna­eyja um átta­leytið í gær­kvöldi. Hann var Vest­manna­ey­ing­um þakk­lát­ur fyr­ir góðar mót­tök­ur.

Gær­dag­ur­inn var lang­ur en Guðni reri tæp­lega 70 kíló­metra, frá Vík til Vest­manna­eyja. „Ég er orðinn lú­inn núna og þetta verður kær­kom­in hvíld á morg­un. Ætli ég nýti ekki tím­ann í að borða, en ég hef ekki mikið borðað síðustu daga, sofa og skoða eyj­una. Það verður gott að fá að sofa inni en ég hef átt aðeins erfitt með svefn und­an­farið,“ seg­ir Guðni Páll, sem mun mest­megn­is sofa í tjaldi í sigl­ing­unni kring­um Ísland.

Guðni Páll er á mun hraðskreiðari bát en fé­lagi hans, Gunn­ar Ingi sem fylgdi hon­um. Spurður hvort þeir hafi náð að fylgj­ast að, seg­ir Guðni Páll að hann hafi þegar verið bú­inn að róa um 40 kíló­metra þegar Gunn­ari Ingi hafi sleg­ist í för með hon­um, því hafi þetta jafn­ast út.

Hann hlær við þegar hann er spurður hvort brot­sjór­inn sem hann fékk á sig fyrr í vik­unni hafi verið eins og þriggja hæða hús. Seg­ir vini sína kunna að orða hlut­ina, en viður­kenn­ir að þetta hafi vissu­lega verið ógn­væn­legt.

Í dag verður kynn­ing á Kaffi Kró í Eyj­um kl. 11 þar sem boðið verður upp á létt­ar veit­ing­ar. Guðni Páll verður með kynn­ingu á sjálf­um sér, verk­efn­inu, sem kall­ast Lífróður Sam­hjálp­ar, og búnaðinum.

thor­unn@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert