Hælisleitenda leitað á Grundartanga

Skip í Grundartangahöfn.
Skip í Grundartangahöfn. mbl.is/RAX

Lögreglan í Borgarnesi handtók í nótt tvo hælisleitendur sem reyndu að fela sig um borð í skipi við Grundartanga. Talið er hugsanlegt að fleiri hafi verið með þeim í för og leitar lögregla og starfsfólk Grundartanga nú af sér þann grun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi voru hælisleitendurnir tveir sem handteknir voru á hafnarsvæðinu í nótt fluttir til Reykjavíkur. Ekki liggur fyrir hvaðan þeir eru né hve lengi þeir hafa dvalið hér á landi og heldur ekki hver var áfangastaður skipsins þar sem þeir reyndu að smygla sér um borð. 

Talsvert mikið hefur verið um að hælisleitendur reyni að komast burt af landinu til Norður-Ameríku með flutningaskipum í Sundahöfn en minna hefur borið á því að þeir geri slíkar tilraunir á Grundartanga. 

Í ágúst í fyrra voru þó tveir hælisleitendur, frá Marokkó og Alsír, handteknir á hafnarsvæðinu við Grundartanga og hafði annar þeirra áður reynt að komast þar inn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert