Ökumaður bifhjóls lést á Landspítalanum í Fossvogi í gær eftir slys á Akranesi síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi missti ökumaðurinn stjórn á bifhjólinu er hann ók austur Faxabraut á fjórða tímanum í gær.
Hafnaði hjólið á grjótgarði með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist yfir grjótgarðinn og niður í fjöru á Langasandi. Maðurinn, sem var á sextugsaldri, var fluttur á slysadeild sjúkrahússins á Akranesi og síðan áfram á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lést síðar um daginn.
Vitni voru að slysinu og er málið í rannsókn lögreglu.